Tillögur starfshóps ekki studdar lögum 10. mars 2006 04:30 Fólk í bankaviðskiptum. Skýrslur erlendra fyrirtækja hafa að undanförnu valdið töluverðum óróa í íslensku efnahagslífi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar skipað starfshóp sem fjallar um viðbrögð við vandanum sem upp getur komið. MYND/Valli Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira