Í fótspor Finns 8. mars 2006 00:01 Hverjum þeim sem man viðskilnað Finns Ingólfssonar við pólitíkina og flokkinn sinn hlýtur að fyrirgefast þótt hann trúi ekki einu orði af skýringum Árna Magnússonar við brottför sína af hinum pólitíska vettvangi inn í hlýjuna í Íslandsbanka. Finnur sagðist í fyrsta lagi vera svolítið sloj og engum fannst þá aðfinnsluvert að hann tæki að sér starf seðlabankastjóra, enda löngum viðgengist að menn með skerta starfsorku fengju það hlutverk að stýra þeirri mikilfenglegu stofnun. Í öðru lagi notaði Finnur tækifærið til að hreyta skætingi í fjölmiðla, sem legið hefðu á því lúalagi að gagnrýna sig með ósanngjörnum hætti og fór þar að dæmi Nixons, þegar hann hætti afskiptum af pólitík hið fyrra sinni með þeim ummælum að fjölmiðlar gætu nú fundið sér einhvern annan til að sparka í. Í þriðja lagi var hann orðinn svolítið þreyttur á pólitíkinni og því mikla álagi sem henni væri samfara og orðinn hvíldarþurfi. Það kann að vera að Finnur hafi verið með skerta starfsorku þá stuttu stund sem hann stóð við í Seðlabankanum en þá var hann þeim mun ötulli við þau raunverulegu störf sem honum höfðu verið falin á fullu kaupi hjá skattgreiðendum landsins, en þau voru að framsóknarmenn fengju í helmingaskiptum sinn hlut við einkavæðingu ríkisbankanna, og endurheimtu jafnframt VÍS úr klóm Landsbankans og Kjartans Gunnarssonar, eins og ég sagði í grein á þessum stað 1. júní 2005. Ríkisbankarnir voru uppistaðan í því stjórnmálakerfi, sem komst á með kosningasigri Framsóknarflokksins 1927 og festist í sessi á kreppuárunum. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn drottnuðu yfir bönkunum, þótt A-flokkarnir fengju þar að fljóta með einkum þegar fram í sótti. Nú var einkavæðing bankanna framundan og báðum ríkisstjórnarflokkunum fannst öllu máli skipta að þeir héldu bönkunum sem bakhjarli í valdakerfi sínu eftir einkavæðinguna. Gallinn var sá að viðskiptaforkólfar Framsóknarflokksins voru mjög sundraðir. KEA myndaði eignarhaldsfélagið Kaldbak með Þorsteini Má í Samherja, sem hafði unnið sér það til óhelgi að vera aðili að Orca-hópnum, sem reyndi að sölsa undir sig Íslandsbanka í grimmilegri baráttu við Davíð, eins og Agnes Bragadóttir rakti á sínum tíma í greinaflokki sínum í Morgunblaðinu. Akureyringarnir voru því settir utangarðs í þessari baráttu um bankana. Aðrir á vettvanginum voru helstir Þórólfur Gíslason með Kaupfélag Skagfirðinga og Fiskiðjuna á Sauðárkróki á bak við sig og í slagtogi með VÍS, eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, Skinney/Þinganesi og Hesteyri (eignarhaldsfélagi í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar m.a.). Ólafi Ólafssyni í Samskipum tókst smám saman að fylkja á bak við sig Olíufélaginu (Keri h.f.), Mundli h.f., Samtökum framleiðenda (eignarhaldsfélagi um hlutabréf í SÍF) og Samvinnulífeyrissjóðnum. Fleiri félög (flest eignarhaldsfélög um hlutabréf í fyrrum fyrirtækjum SÍS og kaupfélaganna) komu þarna við sögu á ýmsum stigum málsins. Þessi hópur, sem kallaður var S-hópurinn, var í sjálfum sér sundurleitur og miklar ýfingar milli helstu forystumanna. Gerðu þessir forkólfar harða hríð að Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur um að fá Búnaðarbankann, en þau vísuðu þessu frá sér á þeim forsendum að málið væri á borðum einkavæðingarnefndar og forsætisráðherra en lögðu jafnframt að öllum þessum aðilum að hlíta leiðsögn Finns Ingólfssonar. Niðurstaðan varð svo sú, sem öllum er kunn, að S-hópurinn náði undirtökum á Búnaðarbankanum - sem strax sameinaðist Kaupþingi í KB banka. Jafnframt fóru fram mikil uppskipti á yfirráðum í fyrrum fyrirtækjum SÍS og loks kom Finnur út á toppnum, sem forstjóri VÍS. Allir rökuðu þeir aðilar, sem við þessa sögu komu, að sér ofsagróða með þessum aðgerðum út á stjórnaraðstöðu hins fylgisrúna flokks og láta hann væntanlega njóta þess í framtíðinni. Það er í þessu ljósi sem verður að skoða ákall Staksteina Morgunblaðsins 7. mars um að Finnur snúi heim í pólitíkina á ný: Framsóknarmenn standa frammi fyrir alvarlegri forystukreppu. Þeir ættu að íhuga vandlega, hvort Finnur Ingólfsson er ekki maðurinn til að leysa þann vanda. Því að vandi Framsóknarflokksins við flótta erfðaprinsanna út í viðskiptalífið hvers á fætur öðrum er náttúrlega ekki síður tilvistarvandi íhaldsins. Er valdastoðin sjálf að bresta - samtímis því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð nýjum hæðum í skoðanakönnunum? Skynsemdarskepnur flýja sökkvandi skip. Skyldi Árni ekki vera að feta í fótspor Finns og fara að þeirra dæmi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Salan á Búnaðarbankanum Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hverjum þeim sem man viðskilnað Finns Ingólfssonar við pólitíkina og flokkinn sinn hlýtur að fyrirgefast þótt hann trúi ekki einu orði af skýringum Árna Magnússonar við brottför sína af hinum pólitíska vettvangi inn í hlýjuna í Íslandsbanka. Finnur sagðist í fyrsta lagi vera svolítið sloj og engum fannst þá aðfinnsluvert að hann tæki að sér starf seðlabankastjóra, enda löngum viðgengist að menn með skerta starfsorku fengju það hlutverk að stýra þeirri mikilfenglegu stofnun. Í öðru lagi notaði Finnur tækifærið til að hreyta skætingi í fjölmiðla, sem legið hefðu á því lúalagi að gagnrýna sig með ósanngjörnum hætti og fór þar að dæmi Nixons, þegar hann hætti afskiptum af pólitík hið fyrra sinni með þeim ummælum að fjölmiðlar gætu nú fundið sér einhvern annan til að sparka í. Í þriðja lagi var hann orðinn svolítið þreyttur á pólitíkinni og því mikla álagi sem henni væri samfara og orðinn hvíldarþurfi. Það kann að vera að Finnur hafi verið með skerta starfsorku þá stuttu stund sem hann stóð við í Seðlabankanum en þá var hann þeim mun ötulli við þau raunverulegu störf sem honum höfðu verið falin á fullu kaupi hjá skattgreiðendum landsins, en þau voru að framsóknarmenn fengju í helmingaskiptum sinn hlut við einkavæðingu ríkisbankanna, og endurheimtu jafnframt VÍS úr klóm Landsbankans og Kjartans Gunnarssonar, eins og ég sagði í grein á þessum stað 1. júní 2005. Ríkisbankarnir voru uppistaðan í því stjórnmálakerfi, sem komst á með kosningasigri Framsóknarflokksins 1927 og festist í sessi á kreppuárunum. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn drottnuðu yfir bönkunum, þótt A-flokkarnir fengju þar að fljóta með einkum þegar fram í sótti. Nú var einkavæðing bankanna framundan og báðum ríkisstjórnarflokkunum fannst öllu máli skipta að þeir héldu bönkunum sem bakhjarli í valdakerfi sínu eftir einkavæðinguna. Gallinn var sá að viðskiptaforkólfar Framsóknarflokksins voru mjög sundraðir. KEA myndaði eignarhaldsfélagið Kaldbak með Þorsteini Má í Samherja, sem hafði unnið sér það til óhelgi að vera aðili að Orca-hópnum, sem reyndi að sölsa undir sig Íslandsbanka í grimmilegri baráttu við Davíð, eins og Agnes Bragadóttir rakti á sínum tíma í greinaflokki sínum í Morgunblaðinu. Akureyringarnir voru því settir utangarðs í þessari baráttu um bankana. Aðrir á vettvanginum voru helstir Þórólfur Gíslason með Kaupfélag Skagfirðinga og Fiskiðjuna á Sauðárkróki á bak við sig og í slagtogi með VÍS, eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, Skinney/Þinganesi og Hesteyri (eignarhaldsfélagi í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar m.a.). Ólafi Ólafssyni í Samskipum tókst smám saman að fylkja á bak við sig Olíufélaginu (Keri h.f.), Mundli h.f., Samtökum framleiðenda (eignarhaldsfélagi um hlutabréf í SÍF) og Samvinnulífeyrissjóðnum. Fleiri félög (flest eignarhaldsfélög um hlutabréf í fyrrum fyrirtækjum SÍS og kaupfélaganna) komu þarna við sögu á ýmsum stigum málsins. Þessi hópur, sem kallaður var S-hópurinn, var í sjálfum sér sundurleitur og miklar ýfingar milli helstu forystumanna. Gerðu þessir forkólfar harða hríð að Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur um að fá Búnaðarbankann, en þau vísuðu þessu frá sér á þeim forsendum að málið væri á borðum einkavæðingarnefndar og forsætisráðherra en lögðu jafnframt að öllum þessum aðilum að hlíta leiðsögn Finns Ingólfssonar. Niðurstaðan varð svo sú, sem öllum er kunn, að S-hópurinn náði undirtökum á Búnaðarbankanum - sem strax sameinaðist Kaupþingi í KB banka. Jafnframt fóru fram mikil uppskipti á yfirráðum í fyrrum fyrirtækjum SÍS og loks kom Finnur út á toppnum, sem forstjóri VÍS. Allir rökuðu þeir aðilar, sem við þessa sögu komu, að sér ofsagróða með þessum aðgerðum út á stjórnaraðstöðu hins fylgisrúna flokks og láta hann væntanlega njóta þess í framtíðinni. Það er í þessu ljósi sem verður að skoða ákall Staksteina Morgunblaðsins 7. mars um að Finnur snúi heim í pólitíkina á ný: Framsóknarmenn standa frammi fyrir alvarlegri forystukreppu. Þeir ættu að íhuga vandlega, hvort Finnur Ingólfsson er ekki maðurinn til að leysa þann vanda. Því að vandi Framsóknarflokksins við flótta erfðaprinsanna út í viðskiptalífið hvers á fætur öðrum er náttúrlega ekki síður tilvistarvandi íhaldsins. Er valdastoðin sjálf að bresta - samtímis því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð nýjum hæðum í skoðanakönnunum? Skynsemdarskepnur flýja sökkvandi skip. Skyldi Árni ekki vera að feta í fótspor Finns og fara að þeirra dæmi?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun