Skattar og skyldur 31. janúar 2006 00:01 Í vikunni sem leið bárust enn fréttir af velgengni íslenskra fjármálafyrirtækja. Fréttir voru um að samanlagður hagnaður nokkurra þeirra væri 116 milljarðar króna og tekjuskattsgreiðslur næmu 25 milljörðum króna þar af gjaldfalla fjórtán milljarðar núna en ellefu milljarðar eru það sem kallast tekjuskattsskuldbinding og koma þeir til greiðslu síðar. Ég tók ekki eftir því hvort hundrað og sextán milljarðarnir voru hagnaður fyrir eða eftir skatta. Mér virðist einhvern veginn eins og það skipti ekki megin máli. Ljóst er að skattgreiðslurnar eru einhvers staðar á bilinu 18 til 22% af hagnaðnum. Fyrirtæki borga sem sagt all nokkuð lægra hlutfall af hagnaði í sínum í skatta en fólk borgar af tekjum sínum. Einn af þeim ágætu yfirmönnum sem ég hef haft um ævina, benti mér, ungum viðskiptafræðingi, á að setja þyrfti tölur í samhengi til að þær þýddu eitthvað. Svona eins og í fréttaleysinu síðsumars að kartafla er mynduð við hliðina á eldspýtustokki til að sýna hvað hún er stór. Því verður farið hér í nokkra samanburðarfræði. Fjárlög fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús hljóða upp á 28 milljarða fyrir árið 2006, fjárlög fyrir félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess nema rúmum 28 milljörðum og fjárlög landbúnaðarráðuneytisins um 13 milljörðum króna. Skattgreiðslur fjármálafyrirtækjanna gætu því nánast staðið undir hálfum rekstri háskólasjúkrahússins, eða félagsmálakerfisins nú eða öllum landbúnaðar-óskapnaðinum og væru þá eftir 11 milljarðar í sjóði. Þetta er ný staða hér á landi, held ég að mér sé óhætt að segja og mjög ánægjuleg svo ekki sé meira sagt. En samanburður af þessu tagi vekur einnig spurningar eins og þær hvort við verjum eins háum upphæðum og látið er í veðri vaka til velferðarkerfisins, félagsmálakerfisins eða háskólasjúkrahússins. Mér finnst það nálgast hneyksli að peningum af sölu fjölskyldusilfursins sé veitt til að byggja nýtt sjúkrahús. Ekki vegna þess að það ekki eigi að byggja, það þarf svo sannarlega að gera það og það á svo sannarlega að gera það. Kostnaður við rekstur háskólasjúkrahússins er nú töluvert hærri en hann þyrfti að vera vegna þess óhagræðis sem er af því að reka starfsemina á svo mörgum stöðum sem raun ber vitni. Í mínum huga er heilbrigðisstarfsemi, hvort heldur sá þáttur hennar sem þarf að fara fram á sjúkrahúsi eða aðrir þættir hennar, svo áríðandi og mikilsverður hluti velferðarþjóðfélagsins að stjórnvöld eiga að sjá til þess á hverjum tíma að aðbúnaðurinn sé fyrsta flokks þannig að veita megi bestu þjónustu á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Stjórn heilbrigðismála og fjárveitingar til þeirra eiga að vera þannig að ekki þurfi að grípa til varasjóða eða söluhagnaðar til að starfsemin búi við þá umgjörð sem gerir hana skilvirka hún er nú nógu dýr þó ekki leggist á viðbótarálag vegna óhagræðis í byggingum. Nokkuð hefur verið þrengt að fjárveitingum til spítalans undanfarin ár eftir mikinn niðurskurð 2004 hafa fjárveitingar til spítalans staðið í stað og lítil þolinmæði er fyrir því að spítalinn fari eitt prósentustig fram úr fjárhagsáætlunum. Með góðum vilja má skilja slíka óþolinmæði því minnstu frávik þýða stórar upphæðir. Þegar rekstraráætlanir hljóða upp á 28 milljarða þá verður hvert prósentu frávik ansi hátt eða 280 milljónir og tveggja prósenta frávik verður meira en hálfur milljarður. Við skoðun á skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í nóvember sl. um endurskoðun ríkisreiknings 2004 kom í ljós að Landspítali - háskólasjúkrahús fór um 1% fram úr fjárheimildum það ár og hið sama á við um félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess. Landbúnaðarráðuneytið fór 4 % fram úr fjárheimildum og nam umframkeyrslan 500 milljónum. Ríkisstjórnin hefur náð fram stefnu sinni enda verið við völd í langan tíma. Skattkerfið er mun hagstæðara fyrirækjum en fólki, fast er tekið á ef heilbrigðis- eða félagsmálakerfið fer fram úr fjárheimildum, en lítið sem ekki amast við þegar landbúnaðarkerfið tekur meira til sín en ætlað var. Það þarf að slá skjaldborg um velferðarkerfið, ekki með boðum og bönnum, eða með því að pína fyrirtækin, heldur með því að finna það fína jafnvægi sem þarf að ríkja til að allir blómstri bæði fyrirtækin og mannlífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í vikunni sem leið bárust enn fréttir af velgengni íslenskra fjármálafyrirtækja. Fréttir voru um að samanlagður hagnaður nokkurra þeirra væri 116 milljarðar króna og tekjuskattsgreiðslur næmu 25 milljörðum króna þar af gjaldfalla fjórtán milljarðar núna en ellefu milljarðar eru það sem kallast tekjuskattsskuldbinding og koma þeir til greiðslu síðar. Ég tók ekki eftir því hvort hundrað og sextán milljarðarnir voru hagnaður fyrir eða eftir skatta. Mér virðist einhvern veginn eins og það skipti ekki megin máli. Ljóst er að skattgreiðslurnar eru einhvers staðar á bilinu 18 til 22% af hagnaðnum. Fyrirtæki borga sem sagt all nokkuð lægra hlutfall af hagnaði í sínum í skatta en fólk borgar af tekjum sínum. Einn af þeim ágætu yfirmönnum sem ég hef haft um ævina, benti mér, ungum viðskiptafræðingi, á að setja þyrfti tölur í samhengi til að þær þýddu eitthvað. Svona eins og í fréttaleysinu síðsumars að kartafla er mynduð við hliðina á eldspýtustokki til að sýna hvað hún er stór. Því verður farið hér í nokkra samanburðarfræði. Fjárlög fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús hljóða upp á 28 milljarða fyrir árið 2006, fjárlög fyrir félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess nema rúmum 28 milljörðum og fjárlög landbúnaðarráðuneytisins um 13 milljörðum króna. Skattgreiðslur fjármálafyrirtækjanna gætu því nánast staðið undir hálfum rekstri háskólasjúkrahússins, eða félagsmálakerfisins nú eða öllum landbúnaðar-óskapnaðinum og væru þá eftir 11 milljarðar í sjóði. Þetta er ný staða hér á landi, held ég að mér sé óhætt að segja og mjög ánægjuleg svo ekki sé meira sagt. En samanburður af þessu tagi vekur einnig spurningar eins og þær hvort við verjum eins háum upphæðum og látið er í veðri vaka til velferðarkerfisins, félagsmálakerfisins eða háskólasjúkrahússins. Mér finnst það nálgast hneyksli að peningum af sölu fjölskyldusilfursins sé veitt til að byggja nýtt sjúkrahús. Ekki vegna þess að það ekki eigi að byggja, það þarf svo sannarlega að gera það og það á svo sannarlega að gera það. Kostnaður við rekstur háskólasjúkrahússins er nú töluvert hærri en hann þyrfti að vera vegna þess óhagræðis sem er af því að reka starfsemina á svo mörgum stöðum sem raun ber vitni. Í mínum huga er heilbrigðisstarfsemi, hvort heldur sá þáttur hennar sem þarf að fara fram á sjúkrahúsi eða aðrir þættir hennar, svo áríðandi og mikilsverður hluti velferðarþjóðfélagsins að stjórnvöld eiga að sjá til þess á hverjum tíma að aðbúnaðurinn sé fyrsta flokks þannig að veita megi bestu þjónustu á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Stjórn heilbrigðismála og fjárveitingar til þeirra eiga að vera þannig að ekki þurfi að grípa til varasjóða eða söluhagnaðar til að starfsemin búi við þá umgjörð sem gerir hana skilvirka hún er nú nógu dýr þó ekki leggist á viðbótarálag vegna óhagræðis í byggingum. Nokkuð hefur verið þrengt að fjárveitingum til spítalans undanfarin ár eftir mikinn niðurskurð 2004 hafa fjárveitingar til spítalans staðið í stað og lítil þolinmæði er fyrir því að spítalinn fari eitt prósentustig fram úr fjárhagsáætlunum. Með góðum vilja má skilja slíka óþolinmæði því minnstu frávik þýða stórar upphæðir. Þegar rekstraráætlanir hljóða upp á 28 milljarða þá verður hvert prósentu frávik ansi hátt eða 280 milljónir og tveggja prósenta frávik verður meira en hálfur milljarður. Við skoðun á skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í nóvember sl. um endurskoðun ríkisreiknings 2004 kom í ljós að Landspítali - háskólasjúkrahús fór um 1% fram úr fjárheimildum það ár og hið sama á við um félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess. Landbúnaðarráðuneytið fór 4 % fram úr fjárheimildum og nam umframkeyrslan 500 milljónum. Ríkisstjórnin hefur náð fram stefnu sinni enda verið við völd í langan tíma. Skattkerfið er mun hagstæðara fyrirækjum en fólki, fast er tekið á ef heilbrigðis- eða félagsmálakerfið fer fram úr fjárheimildum, en lítið sem ekki amast við þegar landbúnaðarkerfið tekur meira til sín en ætlað var. Það þarf að slá skjaldborg um velferðarkerfið, ekki með boðum og bönnum, eða með því að pína fyrirtækin, heldur með því að finna það fína jafnvægi sem þarf að ríkja til að allir blómstri bæði fyrirtækin og mannlífið.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun