Engin moðsuða í Garðabæ 23. janúar 2006 00:01 Sjálfstæðismenn í Garðabæ eiga að fá að velja sjálfir á lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar. Telji þeir að nú sé fullreynt að hafa konur í bæjarstjórninni - nú þá eru þeir á þeirri skoðun og bjóða bæjarbúum upp á lista með eintómum miðaldra skröggum. Í lýðræðisþjóðfélagi okkar daga gætir þess of mikið að flokkar hafi rangt við og komi ekki hreint fram, gangist ekki við því sem þeir standa í raun og veru fyrir en reyni að lokka til sín hugsanlega kjósendur annarra flokka með því að fá til liðs við sig fólk sem betur færi á að væri fulltrúar annarra stjórnmálaafla. Fyrir vikið gerist það sem öll börn upplifa þegar þeim verður það á að sulla of mörgum litum saman: litirnir eyða hver öðrum, allt verður allsherjar grámugga. Smám saman verða flokkarnir allir eins: sams konar fólk með sams konar bakgrunn segir það sama með sama orðalagi og kjósendurnir þurfa að úllendúllendoffa sig í gegnum kosningar með þá nagandi tilfinningu að þetta skipti hvort sem er engu máli, allt sé ákveðið hvort sem er með hagsmuni verktaka að leiðarljósi. Því er það fagnaðarefni að fram komi listi með svo afdráttarlausum sérkennum. Þetta er algerlega prjállaus listi og verður það vonandi áfram svo að kjósendur fái nú einu sinni skýrar línur - hér er flokkur sem kemur nákvæmlega til dyranna eins og hann er klæddur: í jakkaföt með bindi; listi þar sem er engin kona, engin ung manneskja, engin gömul manneskja, engin fötluð manneskja, með öðrum orðum ekkert skrýtið fólk sem truflar bara ákvörðunartökuna með þvaðri um hluti sem koma málum ekkert við; bara miðaldra karlmenn, hið eðlilega kyn. Hér er sem sé flokkur þeirra sem telja að affarasælast sé að láta karlmenn ráða för. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru í svona skapi um þessar mundir og við skulum alveg leyfa þeim að vera það - gleymum því ekki að ekki er langt síðan þetta sama fólk treysti ungri og hæfileikamikilli konu fyrir bæjarstjórastarfinu, Ásdísi Höllu Bragadóttur. Hún var hins vegar sjanghæjuð yfir í atvinnulífið að því er virðist með þeim afleiðingum að sjálfstæðismenn í Garðabæ telja sig forsmáða af gjörvöllu kvenkyninu: á hverfanda hveli eru hjörtu kvenna, hugsa þeir beisklega og neita að hafa meira við þetta dyntótta kyn að sælda. Ásdís Halla setti ýmislegt skemmtilegt í gang á sinni stuttu tíð, sem maður getur ímyndað sér að hafi mælst misjafnlega fyrir í flokknum sem ráðið hefur bænum frá því að hann hét Garðahreppur og mótað allt það sem hún vildi bylta. Ásdís Halla vildi meðal annars búa til miðbæ þar sem fólk legði í jafn róttækar aðgerðir og að ganga eigin fótum á milli staða, og rífa þá forsmán sem nú getur að líta í miðju bæjarins. Þótt þessi áform séu enn uppi í orði kveðnu hefur manni virst að heldur sé verið að milda þau í þágu jeppismans. Og nú þegar boðið verður upp á sveit miðaldra skrögga sem sjálfir viðurkenna að þeir séu "ekki sölulegir". Fyrir vikið gefst nú kjósendum fágætt og langþráð tækifæri til að hleypa að annars konar öflum við stjórn og mótun bæjarins. Línurnar skýrast og aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn fá tækifæri til að verða raunverulegur valkostur fyrir þá kjósendur sem vilja setja önnur sjónarmið í öndvegi við rekstur bæjarins en þau sem miðaldra skröggar aðhyllast, og eru stundum kennd við verktakastjórnmál. Hinir flokkarnir geta til dæmis boðið kjósendum upp á konur. Því að þótt sjálfstæðismenn í Garðabæ séu í þannig skapi um þessar mundir að telja að ekki sé óhætt að hleypa konum mikið upp á dekk þá er það ekkert lögmál fyrir fólk - jafnvel þótt það búi í Garðabæ - að þurfa að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Lýðræðið virkar þannig að við eigum að kjósa það fólk sem við treystum best til þess að starfa vel fyrir samfélagið en hins vegar er það útbreiddur misskilningur að okkur sé það áskapað að kjósa tiltekinn lista umfram annan, annaðhvort vegna erfða eða umhverfisþátta. Eitt af því sem á að gera okkur að virkum þátttakendum í eigin lífi er kosningarétturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Sjálfstæðismenn í Garðabæ eiga að fá að velja sjálfir á lista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar. Telji þeir að nú sé fullreynt að hafa konur í bæjarstjórninni - nú þá eru þeir á þeirri skoðun og bjóða bæjarbúum upp á lista með eintómum miðaldra skröggum. Í lýðræðisþjóðfélagi okkar daga gætir þess of mikið að flokkar hafi rangt við og komi ekki hreint fram, gangist ekki við því sem þeir standa í raun og veru fyrir en reyni að lokka til sín hugsanlega kjósendur annarra flokka með því að fá til liðs við sig fólk sem betur færi á að væri fulltrúar annarra stjórnmálaafla. Fyrir vikið gerist það sem öll börn upplifa þegar þeim verður það á að sulla of mörgum litum saman: litirnir eyða hver öðrum, allt verður allsherjar grámugga. Smám saman verða flokkarnir allir eins: sams konar fólk með sams konar bakgrunn segir það sama með sama orðalagi og kjósendurnir þurfa að úllendúllendoffa sig í gegnum kosningar með þá nagandi tilfinningu að þetta skipti hvort sem er engu máli, allt sé ákveðið hvort sem er með hagsmuni verktaka að leiðarljósi. Því er það fagnaðarefni að fram komi listi með svo afdráttarlausum sérkennum. Þetta er algerlega prjállaus listi og verður það vonandi áfram svo að kjósendur fái nú einu sinni skýrar línur - hér er flokkur sem kemur nákvæmlega til dyranna eins og hann er klæddur: í jakkaföt með bindi; listi þar sem er engin kona, engin ung manneskja, engin gömul manneskja, engin fötluð manneskja, með öðrum orðum ekkert skrýtið fólk sem truflar bara ákvörðunartökuna með þvaðri um hluti sem koma málum ekkert við; bara miðaldra karlmenn, hið eðlilega kyn. Hér er sem sé flokkur þeirra sem telja að affarasælast sé að láta karlmenn ráða för. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru í svona skapi um þessar mundir og við skulum alveg leyfa þeim að vera það - gleymum því ekki að ekki er langt síðan þetta sama fólk treysti ungri og hæfileikamikilli konu fyrir bæjarstjórastarfinu, Ásdísi Höllu Bragadóttur. Hún var hins vegar sjanghæjuð yfir í atvinnulífið að því er virðist með þeim afleiðingum að sjálfstæðismenn í Garðabæ telja sig forsmáða af gjörvöllu kvenkyninu: á hverfanda hveli eru hjörtu kvenna, hugsa þeir beisklega og neita að hafa meira við þetta dyntótta kyn að sælda. Ásdís Halla setti ýmislegt skemmtilegt í gang á sinni stuttu tíð, sem maður getur ímyndað sér að hafi mælst misjafnlega fyrir í flokknum sem ráðið hefur bænum frá því að hann hét Garðahreppur og mótað allt það sem hún vildi bylta. Ásdís Halla vildi meðal annars búa til miðbæ þar sem fólk legði í jafn róttækar aðgerðir og að ganga eigin fótum á milli staða, og rífa þá forsmán sem nú getur að líta í miðju bæjarins. Þótt þessi áform séu enn uppi í orði kveðnu hefur manni virst að heldur sé verið að milda þau í þágu jeppismans. Og nú þegar boðið verður upp á sveit miðaldra skrögga sem sjálfir viðurkenna að þeir séu "ekki sölulegir". Fyrir vikið gefst nú kjósendum fágætt og langþráð tækifæri til að hleypa að annars konar öflum við stjórn og mótun bæjarins. Línurnar skýrast og aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn fá tækifæri til að verða raunverulegur valkostur fyrir þá kjósendur sem vilja setja önnur sjónarmið í öndvegi við rekstur bæjarins en þau sem miðaldra skröggar aðhyllast, og eru stundum kennd við verktakastjórnmál. Hinir flokkarnir geta til dæmis boðið kjósendum upp á konur. Því að þótt sjálfstæðismenn í Garðabæ séu í þannig skapi um þessar mundir að telja að ekki sé óhætt að hleypa konum mikið upp á dekk þá er það ekkert lögmál fyrir fólk - jafnvel þótt það búi í Garðabæ - að þurfa að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Lýðræðið virkar þannig að við eigum að kjósa það fólk sem við treystum best til þess að starfa vel fyrir samfélagið en hins vegar er það útbreiddur misskilningur að okkur sé það áskapað að kjósa tiltekinn lista umfram annan, annaðhvort vegna erfða eða umhverfisþátta. Eitt af því sem á að gera okkur að virkum þátttakendum í eigin lífi er kosningarétturinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun