Það er engin þörf á nýrri nefnd 11. janúar 2006 10:30 Sir Humphrey, ráðuneytisstjórinn í bresku gamanþáttunum Yes, minister, hafði jafnan svör á reiðum höndum þegar ráðherrann vildi koma fram einhverjum málum sem honum leist ekki á. "Setjum málið í nefnd" var tilsvar hans. Og eins og margir sjónvarpsáhorfendur muna brást ekki að honum tókst að sannfæra ráðherrann um að nefndarskipun væri besta leiðin og í raun lausn allra vandamála. Stundum er eins og Sir Humphrey sé hin mikla andlega fyrirmynd íslenskra ráðherra. "Setjum það í nefnd" hljómar nú í öllum ráðuneytunum þegar drepa þarf málum á dreif eða ekki er samstaða um aðgerðir meðal stjórnarflokkanna. Sérkennilegast er hvernig ein nefndin leysir aðra af hólmi. Eftir að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra er til dæmis búin að skila niðurstöðu sem ráðherrann kallar "sögulega sátt" stendur til að skipa aðra nefnd til að vinna úr niðurstöðunum! Og eftir að fjölmargar nefndir, starfshópar og stofnanir hafa kannað ástæður þess að matvælaverð er hærra hér á landi en í nágrannalöndunum og skilað niðurstöðum var það helsti nýársboðskapur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að sett skyldi á fót enn ein nefndin "til að skoða og skilgreina ástæður þessa og koma með tillögur um úrbætur". Ætli ráðherranum sé búinn að gleyma hinni viðamiklu skýrslu fyrirrennara síns, Davíðs Oddssonar, um "samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins", sem rædd var á Alþingi haustið 2004? Sú skýrsla byggðist á margra mánaða rannsókn sérfræðinga við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og hafði að geyma skýrar og skilmerkilegar niðurstöður. Sú spurning vaknar hvort ráðherrar líti ekki lengur á það sem hlutverk sitt að höggva á hnúta, hafa skoðanir og koma með ákveðnar tillögur í brýnustu úrlausnarmálum. Sjálfsagt er að skipa nefndir þegar það á við, afla þarf gagna og samræma sjónarmið margra aðila. En nefndir þurfa að hafa skýr erindisbréf og fastmótaðan tímaramma til að ljúka verkefni sínu. Það þarf að vera hreinu til hvers er ætlast af þeim. Og þegar um jafn veigamikið mál er að ræða og matvælaverð í landinu hlýtur að mega ætlast til þess að foringi ríkisstjórnarinnar hafi skoðun á því hvað gera þurfi og treysti sér til að vísa veginn. Það orðalag sem forsætisráðherra notaði um nýjustu nefnd sína í áramótaávarpinu bendir því miður til þess að markmiðið sé frekar að svæfa málið, drepa því á dreif fram yfir kosningar, heldur en að leggja grunn að úrbótum. Sannleikurinn er sá að það er engin þörf á nýrri nefnd til að kanna ástæður fyrir háu matvælaverði á Íslandi í samanburði við grannlöndin. Þær blasa við. Sama er að segja um leiðir til úrbóta. Það þarf að lækka virðisaukaskatt, stokka upp tollakerfið og draga stórlega úr innflutningsvernd landbúnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Sir Humphrey, ráðuneytisstjórinn í bresku gamanþáttunum Yes, minister, hafði jafnan svör á reiðum höndum þegar ráðherrann vildi koma fram einhverjum málum sem honum leist ekki á. "Setjum málið í nefnd" var tilsvar hans. Og eins og margir sjónvarpsáhorfendur muna brást ekki að honum tókst að sannfæra ráðherrann um að nefndarskipun væri besta leiðin og í raun lausn allra vandamála. Stundum er eins og Sir Humphrey sé hin mikla andlega fyrirmynd íslenskra ráðherra. "Setjum það í nefnd" hljómar nú í öllum ráðuneytunum þegar drepa þarf málum á dreif eða ekki er samstaða um aðgerðir meðal stjórnarflokkanna. Sérkennilegast er hvernig ein nefndin leysir aðra af hólmi. Eftir að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra er til dæmis búin að skila niðurstöðu sem ráðherrann kallar "sögulega sátt" stendur til að skipa aðra nefnd til að vinna úr niðurstöðunum! Og eftir að fjölmargar nefndir, starfshópar og stofnanir hafa kannað ástæður þess að matvælaverð er hærra hér á landi en í nágrannalöndunum og skilað niðurstöðum var það helsti nýársboðskapur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að sett skyldi á fót enn ein nefndin "til að skoða og skilgreina ástæður þessa og koma með tillögur um úrbætur". Ætli ráðherranum sé búinn að gleyma hinni viðamiklu skýrslu fyrirrennara síns, Davíðs Oddssonar, um "samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins", sem rædd var á Alþingi haustið 2004? Sú skýrsla byggðist á margra mánaða rannsókn sérfræðinga við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og hafði að geyma skýrar og skilmerkilegar niðurstöður. Sú spurning vaknar hvort ráðherrar líti ekki lengur á það sem hlutverk sitt að höggva á hnúta, hafa skoðanir og koma með ákveðnar tillögur í brýnustu úrlausnarmálum. Sjálfsagt er að skipa nefndir þegar það á við, afla þarf gagna og samræma sjónarmið margra aðila. En nefndir þurfa að hafa skýr erindisbréf og fastmótaðan tímaramma til að ljúka verkefni sínu. Það þarf að vera hreinu til hvers er ætlast af þeim. Og þegar um jafn veigamikið mál er að ræða og matvælaverð í landinu hlýtur að mega ætlast til þess að foringi ríkisstjórnarinnar hafi skoðun á því hvað gera þurfi og treysti sér til að vísa veginn. Það orðalag sem forsætisráðherra notaði um nýjustu nefnd sína í áramótaávarpinu bendir því miður til þess að markmiðið sé frekar að svæfa málið, drepa því á dreif fram yfir kosningar, heldur en að leggja grunn að úrbótum. Sannleikurinn er sá að það er engin þörf á nýrri nefnd til að kanna ástæður fyrir háu matvælaverði á Íslandi í samanburði við grannlöndin. Þær blasa við. Sama er að segja um leiðir til úrbóta. Það þarf að lækka virðisaukaskatt, stokka upp tollakerfið og draga stórlega úr innflutningsvernd landbúnaðar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun