Á verði gagnvart fuglaflensu 10. janúar 2006 00:01 Sífellt fleiri fréttir berast nú af útbreiðslu fuglaflensu, ekki aðeins í Suðaustur-Asíu, heldur líka í Tyrklandi sem er okkur mun nær, og við höfum töluvert samband við. Vegna sífellt fjölgandi tilfella í Tyrklandi brá Evrópusambandið á það ráð í gær, að banna innflutning á óhreinsuðu fiðri frá sex löndum sem liggja að landinu, en áður var búið að banna innflutning á kjúklingum og kjúklingaafurðum þaðan. Tyrkland er að mörgu leyti sérstakt land. Það er ekki aðeins að það sé á mörkum Evrópu og Asíu, heldur eru þar önnur trúarbrögð og siðir en í Vestur-Evrópu almennt. Þar, eins og víða annars staðar í suðrænum fátækum löndum, er fiðurfé stundum uppistaðan í litlum bústofni bændafólks í afskekktum héruðum, og hreinlæti og heilbrigðiseftirliti líka oft áfátt. Það skal því engan undra að fuglaflensan skuli stinga sér þarna niður, með þeim hætti sem hún hefur nú gert. Þegar svo grunur er um að fuglaflensan hafi líka komið upp í höfuðborginni Ankara, er von að menn taki við sér í Evrópusambandinu. Þetta gerist á sama tíma og yfirvöld í Tyrklandi leggja mikla áherslu á að komast í sambandið, en fuglaflensa þar í landi gæti haft áhrif á þau mál. Sum nágrannalönd Tyrkja hafa varað fólk við að fara þangað og önnur hafa tekið upp strangt eftirlit á landamærum með fólki og flutningabílum, enda mikið í húfi. Þótt enn hafi aðeins fá dauðsföll verið staðfest af völdum fuglaflensunnar í Tyrklandi, en grunur er um að fleiri hafi smitast, er það ákveðið áfall fyrir Tyrki. Þeir hafa verið að byggja upp landið sem ákjósanlegt ferðamannaland, þar sem ekki aðeins séu fallegar strendur og gott loftslag yfir ferðamannatímann, heldur ekki síður fallegt landslag og eftirtektarverð menning. Það er full ástæða til að yfirvöld hér á landi séu vel á verði gagnvart útbreiðslu fuglaflensunnar og að starfsmenn viðkomandi stofnana fylgist vel með þróun mála. Landlæknisembættið hefur ekki séð ástæðu til að mæla með takmörkun ferðalaga til landa þar sem fuglainflúensan -H5N1- hefur komið upp. Hins vegar er ferðamönnum sem eiga leið til viðkomandi landa ráðlagt að viðhafa ýmsar varúðarráðstafanir, svo sem að forðast að snerta lifandi hænsnfugla og villta fugla, fara ekki á fuglamarkaði og borða ekki ósoðið eða illa soðið fuglakjöt og egg. Þá er almennt hreinlæti brýnt fyrir fólki. Annað atriði sem snýr að okkur, er að í vor verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að fylgjast með farfuglum sem koma hingað til lands, því þeir eiga vetrarstöðvar í ótrúlega mörgum og fjarlægum löndum. Það má ekkert spara til að rannsóknastofnanir okkar, og vísindamenn þar, geti gert nauðsynlegar rannsóknir á farfuglum, þótt ekki væri nema til að eyða ótta manna um smit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Sífellt fleiri fréttir berast nú af útbreiðslu fuglaflensu, ekki aðeins í Suðaustur-Asíu, heldur líka í Tyrklandi sem er okkur mun nær, og við höfum töluvert samband við. Vegna sífellt fjölgandi tilfella í Tyrklandi brá Evrópusambandið á það ráð í gær, að banna innflutning á óhreinsuðu fiðri frá sex löndum sem liggja að landinu, en áður var búið að banna innflutning á kjúklingum og kjúklingaafurðum þaðan. Tyrkland er að mörgu leyti sérstakt land. Það er ekki aðeins að það sé á mörkum Evrópu og Asíu, heldur eru þar önnur trúarbrögð og siðir en í Vestur-Evrópu almennt. Þar, eins og víða annars staðar í suðrænum fátækum löndum, er fiðurfé stundum uppistaðan í litlum bústofni bændafólks í afskekktum héruðum, og hreinlæti og heilbrigðiseftirliti líka oft áfátt. Það skal því engan undra að fuglaflensan skuli stinga sér þarna niður, með þeim hætti sem hún hefur nú gert. Þegar svo grunur er um að fuglaflensan hafi líka komið upp í höfuðborginni Ankara, er von að menn taki við sér í Evrópusambandinu. Þetta gerist á sama tíma og yfirvöld í Tyrklandi leggja mikla áherslu á að komast í sambandið, en fuglaflensa þar í landi gæti haft áhrif á þau mál. Sum nágrannalönd Tyrkja hafa varað fólk við að fara þangað og önnur hafa tekið upp strangt eftirlit á landamærum með fólki og flutningabílum, enda mikið í húfi. Þótt enn hafi aðeins fá dauðsföll verið staðfest af völdum fuglaflensunnar í Tyrklandi, en grunur er um að fleiri hafi smitast, er það ákveðið áfall fyrir Tyrki. Þeir hafa verið að byggja upp landið sem ákjósanlegt ferðamannaland, þar sem ekki aðeins séu fallegar strendur og gott loftslag yfir ferðamannatímann, heldur ekki síður fallegt landslag og eftirtektarverð menning. Það er full ástæða til að yfirvöld hér á landi séu vel á verði gagnvart útbreiðslu fuglaflensunnar og að starfsmenn viðkomandi stofnana fylgist vel með þróun mála. Landlæknisembættið hefur ekki séð ástæðu til að mæla með takmörkun ferðalaga til landa þar sem fuglainflúensan -H5N1- hefur komið upp. Hins vegar er ferðamönnum sem eiga leið til viðkomandi landa ráðlagt að viðhafa ýmsar varúðarráðstafanir, svo sem að forðast að snerta lifandi hænsnfugla og villta fugla, fara ekki á fuglamarkaði og borða ekki ósoðið eða illa soðið fuglakjöt og egg. Þá er almennt hreinlæti brýnt fyrir fólki. Annað atriði sem snýr að okkur, er að í vor verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að fylgjast með farfuglum sem koma hingað til lands, því þeir eiga vetrarstöðvar í ótrúlega mörgum og fjarlægum löndum. Það má ekkert spara til að rannsóknastofnanir okkar, og vísindamenn þar, geti gert nauðsynlegar rannsóknir á farfuglum, þótt ekki væri nema til að eyða ótta manna um smit.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun