Gasdeilan og pólitík Rússa 4. janúar 2006 00:01 Deila Rússa og Úkrainumanna um verð á gasi frá Rússlandi hefur opnað augu marga fyrir því hve það er mikilvægt að ábyrg stjórnvöld hafi stjórn á orkulindum jarðar. Með því að skrúfa fyrir gasstreymið til landa í Vestur Evrópu gætu óábyrg stjórnvöld í Moskvu valdið miklum usla hjá tugmilljónum manna, stór framleiðslufyrirtæki gætu stöðvast, auk þess að gasþurrð yrði á heimilum og þar væri hvorki hægt að elda mat né hita upp húsakynni. Þótt látið sé í veðri vaka hjá Rússum að deilan snúist fyrst og fremst um verð á gasi til Úkraínu, þá fer ekki hjá því að töluverður pólitískur keimur er af þessu máli. Hversvegna var skrúfað fyrir gasið einmitt nú um áramótin, þegar vetur konungur ríkir á meginlandi Evrópu í öllu sínu veldi? Eru Rússar að skapa sér betri stöðu í alþjóðamálum og sýna fyrrum Sovétlýðveldum að þau skuli halda sig á mottunni, annars hafi þau verra af ? Þá má líka vera að Rússar séu að minna bæði þjóðir Evrópusambandins og Atlantshafsbandalagsins á það að þeim hugnast ekki að þessi samtök teygi sig sífellt lengra og lengra í austurátt, og innlimi fleiri og fleiri lönd í raðir sínar. Það var stór biti fyrir Rússa að kyngja því að Eystrasaltalöndin þrjú gengju í ESB og Nató, og nú gæti verið að þeir ætluðu ekki að láta Úkraínu að fara sömu leið. Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt vopn, sem auðvelt er að beita eða misbeita, eftir því hvernig á það er litið. Efnahagslegur ávinningur Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er líka gífurlegur og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahags landsins og bæta lífskjör þegnanna. Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt vopn, sem auðvelt er að beita eða misbeita, eftir því hvernig á það er litið. Efnahagslegur ávinningur Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er líka gífurlegur og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahags landsins og bæta lífskjör þegnanna. En það er ekki aðeins gasið í iðrum Rússlands sem getur haft mikið að segja varðandi völd og stöðu Rússa í heiminum, heldur eiga þeir líka gífurlegar olíulindir, sem duga munu í mörg ár í framtíðinni. Hátt verð á olíumörkuðum heimsins hefur líka orðið þess valdandi að olíufyrirtæki Rússa hafa hagnast um milljarða tugi og átt sinn þátt í því að bæta efnahag landsins. Fram til þessa hafa Úkraínumenn notið mjög góðra kjara á gasi frá Rússum, svo segja má að það sé sanngirniskrafa að verðið hækki eitthvað. Það er nú um 50 Bandaríkjadalir á hverja 1000 rúmmetra, en á að hækka í 230 dali að kröfu Rússa. Verðið verður þá nánast það sama og til landa Evrópusambandsins. Langmest af gasinu sem fer þangað er leitt í leiðslum um Úkraínu. Því hefur veirð haldið fram að Úkraínumenn taki sinn hluta af gasinu úr leiðslunum sem liggur um land þeirra og það er kannski þess vegna sem Rússar hafa uppi áætlanir um að leggja nýja leiðslu á botni Eystrasaltsins beint til Þýskalands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Deila Rússa og Úkrainumanna um verð á gasi frá Rússlandi hefur opnað augu marga fyrir því hve það er mikilvægt að ábyrg stjórnvöld hafi stjórn á orkulindum jarðar. Með því að skrúfa fyrir gasstreymið til landa í Vestur Evrópu gætu óábyrg stjórnvöld í Moskvu valdið miklum usla hjá tugmilljónum manna, stór framleiðslufyrirtæki gætu stöðvast, auk þess að gasþurrð yrði á heimilum og þar væri hvorki hægt að elda mat né hita upp húsakynni. Þótt látið sé í veðri vaka hjá Rússum að deilan snúist fyrst og fremst um verð á gasi til Úkraínu, þá fer ekki hjá því að töluverður pólitískur keimur er af þessu máli. Hversvegna var skrúfað fyrir gasið einmitt nú um áramótin, þegar vetur konungur ríkir á meginlandi Evrópu í öllu sínu veldi? Eru Rússar að skapa sér betri stöðu í alþjóðamálum og sýna fyrrum Sovétlýðveldum að þau skuli halda sig á mottunni, annars hafi þau verra af ? Þá má líka vera að Rússar séu að minna bæði þjóðir Evrópusambandins og Atlantshafsbandalagsins á það að þeim hugnast ekki að þessi samtök teygi sig sífellt lengra og lengra í austurátt, og innlimi fleiri og fleiri lönd í raðir sínar. Það var stór biti fyrir Rússa að kyngja því að Eystrasaltalöndin þrjú gengju í ESB og Nató, og nú gæti verið að þeir ætluðu ekki að láta Úkraínu að fara sömu leið. Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt vopn, sem auðvelt er að beita eða misbeita, eftir því hvernig á það er litið. Efnahagslegur ávinningur Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er líka gífurlegur og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahags landsins og bæta lífskjör þegnanna. Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt vopn, sem auðvelt er að beita eða misbeita, eftir því hvernig á það er litið. Efnahagslegur ávinningur Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er líka gífurlegur og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahags landsins og bæta lífskjör þegnanna. En það er ekki aðeins gasið í iðrum Rússlands sem getur haft mikið að segja varðandi völd og stöðu Rússa í heiminum, heldur eiga þeir líka gífurlegar olíulindir, sem duga munu í mörg ár í framtíðinni. Hátt verð á olíumörkuðum heimsins hefur líka orðið þess valdandi að olíufyrirtæki Rússa hafa hagnast um milljarða tugi og átt sinn þátt í því að bæta efnahag landsins. Fram til þessa hafa Úkraínumenn notið mjög góðra kjara á gasi frá Rússum, svo segja má að það sé sanngirniskrafa að verðið hækki eitthvað. Það er nú um 50 Bandaríkjadalir á hverja 1000 rúmmetra, en á að hækka í 230 dali að kröfu Rússa. Verðið verður þá nánast það sama og til landa Evrópusambandsins. Langmest af gasinu sem fer þangað er leitt í leiðslum um Úkraínu. Því hefur veirð haldið fram að Úkraínumenn taki sinn hluta af gasinu úr leiðslunum sem liggur um land þeirra og það er kannski þess vegna sem Rússar hafa uppi áætlanir um að leggja nýja leiðslu á botni Eystrasaltsins beint til Þýskalands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun