Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100% 3. janúar 2006 02:55 Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira