Svíþjóð - Ísland í beinni á Vísi 12. október 2005 00:01 Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Fréttablaðið fylgdist með. Leikurinn gegn Íslandi á Råsunda í dag virðist vera algjört formsatriði enda álíta Svíar að þeir séu þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Þýskalandi þótt tölfræðilega geti Tékkar enn hirt af þeim sætið. Jafntefli dugir Svíum gegn Íslandi. "Undir venjulegum kringumstæðum vinnum við Ísland. Ég sendi aðstoðarmann minn til þess að fylgjast með Íslandi gegn Póllandi og hef séð myndband með íslenska liðinu," var það eina sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía hafði að segja um Ísland á blaðamannafundinum. Ekki einu orði var minnst á fjarveru Eiðs Smára eða Hermanns Hreiðarssonar. Zlatan Ibrahimovic, eyddi miklum tíma í að sannfæra sænska fjölmiðlamenn að Henrik Larsson eigi heima í byrjunarliði Svía. "Það skiptir engu máli þótt hann spili lítið á Spáni, hann á heima í landsliðinu," sagði Zlatan. Íslenska landsliðið æfði á Råsunda í gær og voru allir heilir heilsu sem tóku þátt í æfingunni. Árni Gautur Arason er í startholunum að fara heim í dag til Noregs ef sambýliskona hans fer á fæðingardeildina. Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Athugið að einungis þeir sem eru áskrifendur að Sýn geta nýtt sér þessa viðbótarþjónustu. Hér má komast á VefTV þar sem útsending frá leiknum verður> Íslenski boltinn Innlent Menning Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Fréttablaðið fylgdist með. Leikurinn gegn Íslandi á Råsunda í dag virðist vera algjört formsatriði enda álíta Svíar að þeir séu þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Þýskalandi þótt tölfræðilega geti Tékkar enn hirt af þeim sætið. Jafntefli dugir Svíum gegn Íslandi. "Undir venjulegum kringumstæðum vinnum við Ísland. Ég sendi aðstoðarmann minn til þess að fylgjast með Íslandi gegn Póllandi og hef séð myndband með íslenska liðinu," var það eina sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía hafði að segja um Ísland á blaðamannafundinum. Ekki einu orði var minnst á fjarveru Eiðs Smára eða Hermanns Hreiðarssonar. Zlatan Ibrahimovic, eyddi miklum tíma í að sannfæra sænska fjölmiðlamenn að Henrik Larsson eigi heima í byrjunarliði Svía. "Það skiptir engu máli þótt hann spili lítið á Spáni, hann á heima í landsliðinu," sagði Zlatan. Íslenska landsliðið æfði á Råsunda í gær og voru allir heilir heilsu sem tóku þátt í æfingunni. Árni Gautur Arason er í startholunum að fara heim í dag til Noregs ef sambýliskona hans fer á fæðingardeildina. Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Athugið að einungis þeir sem eru áskrifendur að Sýn geta nýtt sér þessa viðbótarþjónustu. Hér má komast á VefTV þar sem útsending frá leiknum verður>
Íslenski boltinn Innlent Menning Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira