Fréttablaðið hefur ekki skoðanir 12. október 2005 00:01 Í Fréttablaðinu í gær birtist aðsend grein eftir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann þar sem hann fjallar meðal annars um meintar áhyggjur, yfirsjónir og misskilning ritstjórnar Fréttablaðsins í pistli sem var skrifaður um meiðyrðamál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Umræddur pistill birtist síðasta laugardag undir dálkaheitinu Sjónarmið, eða í sama plássi og þessi orð eru skrifuð. Þetta er misskilningur hjá Ragnari því þær skoðanir, eða sjónarmið, sem birtast í þessum dálki hafa ekkert með ritstjórn Fréttablaðsins sem slíka að gera heldur þann sem situr við lyklaborðið hverju sinni. Það er ekki að ástæðulausu að forystugreinar Fréttablaðsins eru skrifaðar undir fullu nafni, ólíkt því sem tíðkast til dæmis hjá Morgunblaðinu og Blaðinu. Í forystugreinum þessara blaða eru settar fram skoðanir, stundum mjög harkalegar, á ýmsum málum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í nafni fjölmiðilsins en ekki viðkomandi höfundar. Ólíkt þessum blöðum vega starfsmenn Fréttablaðsins ekki úr launsátri í þeim skoðanagreinum sem birtast í blaðinu heldur skrifa þær undir nafni eða merkja með netfangi. Þetta á við um forystugreinar og aðra efnisþætti. Dálkurinn frá Degi til dags, hér til hliðar, er til dæmis ávallt merktur höfundi, ólíkt Staksteinum Morgunblaðsins og Klippt og skorið dálki Blaðsins. Hér með er ekki sagt að nokkuð sé við það að athuga að birta slíkt efni í nafni viðkomandi blaða í stað höfunda en Fréttablaðið hefur kosið að gera slíkt ekki því yfirlýst ritstjórnarstefna blaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðanir. Hlutverk Fréttablaðsins er að miðla fréttum um allt milli himins og jarðar og endurspegla samtíma sinn hverju sinni. Í því sjónarmiði skrifa starfsmenn blaðsins meðal annars skoðanagreinar, en í þeim koma fram þeirra eigin skoðanir og lífssýn, ekki Fréttablaðsins, svo enn sé hnykkt á því. Þetta kann að hljóma nýstárlega í eyrum þeirra sem þekkja ekki annað en þá hugmyndafræði að blöð og heilu ritstjórnirnar eigi að hafa eina samræmda skoðun með tilheyrandi strangri miðstýringu. En það er skoðun þess sem hér skrifar að sú staðreynd að Fréttablaðið hefur hafnað slíkri skoðanamiðstýringu sé ein megin skýringin á því hversu opnum örmum þjóðin hefur tekið blaðinu og gert það að langvinsælasta fjölmiðli landsins. > Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær birtist aðsend grein eftir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann þar sem hann fjallar meðal annars um meintar áhyggjur, yfirsjónir og misskilning ritstjórnar Fréttablaðsins í pistli sem var skrifaður um meiðyrðamál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Umræddur pistill birtist síðasta laugardag undir dálkaheitinu Sjónarmið, eða í sama plássi og þessi orð eru skrifuð. Þetta er misskilningur hjá Ragnari því þær skoðanir, eða sjónarmið, sem birtast í þessum dálki hafa ekkert með ritstjórn Fréttablaðsins sem slíka að gera heldur þann sem situr við lyklaborðið hverju sinni. Það er ekki að ástæðulausu að forystugreinar Fréttablaðsins eru skrifaðar undir fullu nafni, ólíkt því sem tíðkast til dæmis hjá Morgunblaðinu og Blaðinu. Í forystugreinum þessara blaða eru settar fram skoðanir, stundum mjög harkalegar, á ýmsum málum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í nafni fjölmiðilsins en ekki viðkomandi höfundar. Ólíkt þessum blöðum vega starfsmenn Fréttablaðsins ekki úr launsátri í þeim skoðanagreinum sem birtast í blaðinu heldur skrifa þær undir nafni eða merkja með netfangi. Þetta á við um forystugreinar og aðra efnisþætti. Dálkurinn frá Degi til dags, hér til hliðar, er til dæmis ávallt merktur höfundi, ólíkt Staksteinum Morgunblaðsins og Klippt og skorið dálki Blaðsins. Hér með er ekki sagt að nokkuð sé við það að athuga að birta slíkt efni í nafni viðkomandi blaða í stað höfunda en Fréttablaðið hefur kosið að gera slíkt ekki því yfirlýst ritstjórnarstefna blaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðanir. Hlutverk Fréttablaðsins er að miðla fréttum um allt milli himins og jarðar og endurspegla samtíma sinn hverju sinni. Í því sjónarmiði skrifa starfsmenn blaðsins meðal annars skoðanagreinar, en í þeim koma fram þeirra eigin skoðanir og lífssýn, ekki Fréttablaðsins, svo enn sé hnykkt á því. Þetta kann að hljóma nýstárlega í eyrum þeirra sem þekkja ekki annað en þá hugmyndafræði að blöð og heilu ritstjórnirnar eigi að hafa eina samræmda skoðun með tilheyrandi strangri miðstýringu. En það er skoðun þess sem hér skrifar að sú staðreynd að Fréttablaðið hefur hafnað slíkri skoðanamiðstýringu sé ein megin skýringin á því hversu opnum örmum þjóðin hefur tekið blaðinu og gert það að langvinsælasta fjölmiðli landsins. >
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun