Mugison kom, sá og sigraði 2. febrúar 2005 00:01 Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira