Eto´o skoraði tvö í sigri Barcelona

Barcelona er lið ársins 2005 á Spáni og í kvöld festi liðið sig í sessi á toppnum með 2-0 sigri á Celta Vigo, en liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarið. Það var Samuel Eto´o sem skoraði bæði mörk liðsins í kvöld.