Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum.