Dæmdur í sex mánaða keppnisbann

Varnarmaðurinn Ijah Anderson hjá Swansea hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en þar kom í ljós að hann hafði notað eiturlyf. Anderson hélt því fram að lyfjunum hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað, en það var ekki tekið til greina og nú verður honum líklega sparkað frá félaginu.