Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms.
"Earnie hefur beðið mig um að verða settur á sölulista, en það kemur ekki til greina - allir sóknarmenn mínir spila mikilvægt hlutverk í liðinu á þessari leiktíð," sagði Robson, sem missir þá Kanu og Diomansy Kamara í í Afríkukeppnina í janúar.