Fær markið gegn Wigan skráð á sig

Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka.