Ragnick hættur hjá Schalke

Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott.