Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Manchester United og Everton eigast við á Old Trafford. Þar er nýbúið að flauta til hálfleiks og er staðan 1-1. Everton komst yfir strax á 7. mínútu með marki James McFadden en Ryan Giggs jafnaði metin fyrir heimamenn á 15. mínútu eftir sendingu frá Paul Scholes.
Man Utd hefur haft mikla yfirburði í leiknum og átt 14 skot að marki gestanna sem hafa aðeins náð þremur skotum í fyrri hálfleik. Heimamenn í Man Utd hafa verið 66% tímans með boltann gegn 34% Everton manna.