Vaxtahækkunin er ekki of lág 5. desember 2005 12:30 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, varði síðustu vaxtahækkun á fundi viðskiptaráðs í morgun. 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni. Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira