Vaxtahækkunin er ekki of lág 5. desember 2005 12:30 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, varði síðustu vaxtahækkun á fundi viðskiptaráðs í morgun. 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni. Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira