San Antonio lagði Dallas

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz.