
Sport
Dagar hans eru taldir að mati lækna

Læknar á Cromwell-sjúkrahúsinu í London segjast óttast að knattspyrnuhetjan George Best látist af veikindum sínum á næsta sólarhring, en hann hefur verið þungt haldinn undanfarið vegna sýkingar í lungum. "Ástandið er orðið það alvarlegt að við erum hræddir um að hann eigi stutt eftir. Það er lítið sem við getum gert núna," sagði talsmaður lækna sem annast Best.