Þarf að hemja hina ofurríku? 23. nóvember 2005 22:22 Jonathan Freedland skrifar merkilega grein í Guardian í dag um bilið milli ríkra og fátækra. Hann telur að fyrr eða síðar muni þurfa að gera eitthvað vegna hinna ofurríku. Við séum að horfa upp á nýja stétt auðmanna sem græðir á alls kyns frjármálasýslu – upphæðir sem áður hefðu verið óhugsandi nema fyrir þá sem áttu miklar auðlindir eða höfðu gert einhverja stórkostlega uppgötvun. Þessi stétt berist mikið á, segir Freedland. Aftur séu einstalingar farnir að setjast að í risastórum húsum í London þar sem áður voru margar íbúðir eða hýstu einhvers konar stofnanir – við erum raunar farin að sjá sömu þróun hér á Íslandi. Alls kyns flottræfilsháttur sé að aukast – Freedman segir skrítna sögu um tvo bankamenn sem fögnuðu einhverjum kaupaukanum með því að kaupa drykki fyrir 15 þúsund pund á bar í London nýskeð. --- --- --- En er þetta vandamál? Truflar það mann eitthvað þótt aðrir verði ríkir? Tony Blair hefur svarað þeirri spurningu neitandi. En Freedland segir já. Það sé hættulegt fyrir samfélagið þegar misskiptingin verður of áberandi. Pínulítið eitt prósent af bresku þjóðinni sé sífellt að sölsa undir sig stærri hlut af þjóðartekjunum – hlutfallið sé nú 13 af hundraði og hafi hækkað um 7 prósentustig síðan Margaret Thatcher komst til valda 1979. Stjórnmálamenn vilja reyndar ekkert gera í þessu, segir Freedland. En hann spáir því samt að um þetta skapist mikil umræða á næstu árum. Það sé spurning hvort þurfi að hugleiða að hækka skatta á hina ofurríku eða reyna að hemja þá með einhverjum hætti. Í því sambandi minnir Freedland á að margt fólk eigi hlut í stórum fyrirtækjum gegnum eign sína í lífeyrissjóðum – það geti notað hana til að krefjast breytinga. --- --- --- Mun þessi umræða berast hingað? Við höfum séð ákveðinn hóp manna hagnast mikið á fésýslu, sækja sér ofurlaun og alls kyns bónusa og kaupauka. Það er talað um að 3000 Íslendingar eigi meira en 100 milljónir hver – þetta er eitt prósent þjóðarinnar. Hér um árið var reyndar talað um "límið" sem myndi gefa sig í samfélaginu vegna ofurlaunanna. Menn notuðu þetta orð "lím" af því þeir kunnu ekki við að taka sér í munn orðið sem þeir raunverulega meintu – jöfnuð. --- --- --- Sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn byggja á atburðum. Það var Persaflóastríðið 1991 sem festi CNN í vitund heimsbyggðarinnar. Aftur varð mikill uppgangur í fréttastöðvum eftir 11. september 2001 – það var þá að Al Jazzera var á allra vörum. Hið sama var uppi á teningnum í Persaflóastríðinu síðara 2003. Á milli lulla þessar stöðvar sinn vanagang – eru ekki síst notaðar af fólki sem dvelur á hótelherbergjum. Maður ber svosem ekki Nýju fréttastöðina saman við þessa risa. En líklega vantar hana einhverja stóratburði til að stimpla sig almennilega inn. Eitthvað sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu dögum saman. Í staðinn er einhver mesta gúrkutíð sem maður man eftir á þessum árstíma – örugglega sú mesta síðan ég byrjaði með Silfur Egils vorið 1999. Það er bókstaflega ekkert að gerast. Engir atburðir, engin stór deilumál í gangi, algjör doði í stjórnmálunum. Kannski vantar svona eins og eitt eldgos? --- --- --- Við Kári erum enn að velta fyrir okkur stytttunum í bænum. Kári spurði af hverju Jón Sigurðsson hefði verið settur í styttu? – "Hann var svo góður, " svaraði ég. – "En af hverju var Skúli fógeti settur í styttu?" spurði Kári. – "Hann var líka góður." – "Var hann þá ekkert óþekkur?" – "Nei." – "Af hverju setjið þið mig ekki líka í styttu," spurði þá barnið. --- --- ---- Bendi svo á að ég er loks kominn með mína eigin vefslóð, eitthvað sem allir eiga að geta munað. Hún er einfaldlega https://www.visir.is/silfuregils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Jonathan Freedland skrifar merkilega grein í Guardian í dag um bilið milli ríkra og fátækra. Hann telur að fyrr eða síðar muni þurfa að gera eitthvað vegna hinna ofurríku. Við séum að horfa upp á nýja stétt auðmanna sem græðir á alls kyns frjármálasýslu – upphæðir sem áður hefðu verið óhugsandi nema fyrir þá sem áttu miklar auðlindir eða höfðu gert einhverja stórkostlega uppgötvun. Þessi stétt berist mikið á, segir Freedland. Aftur séu einstalingar farnir að setjast að í risastórum húsum í London þar sem áður voru margar íbúðir eða hýstu einhvers konar stofnanir – við erum raunar farin að sjá sömu þróun hér á Íslandi. Alls kyns flottræfilsháttur sé að aukast – Freedman segir skrítna sögu um tvo bankamenn sem fögnuðu einhverjum kaupaukanum með því að kaupa drykki fyrir 15 þúsund pund á bar í London nýskeð. --- --- --- En er þetta vandamál? Truflar það mann eitthvað þótt aðrir verði ríkir? Tony Blair hefur svarað þeirri spurningu neitandi. En Freedland segir já. Það sé hættulegt fyrir samfélagið þegar misskiptingin verður of áberandi. Pínulítið eitt prósent af bresku þjóðinni sé sífellt að sölsa undir sig stærri hlut af þjóðartekjunum – hlutfallið sé nú 13 af hundraði og hafi hækkað um 7 prósentustig síðan Margaret Thatcher komst til valda 1979. Stjórnmálamenn vilja reyndar ekkert gera í þessu, segir Freedland. En hann spáir því samt að um þetta skapist mikil umræða á næstu árum. Það sé spurning hvort þurfi að hugleiða að hækka skatta á hina ofurríku eða reyna að hemja þá með einhverjum hætti. Í því sambandi minnir Freedland á að margt fólk eigi hlut í stórum fyrirtækjum gegnum eign sína í lífeyrissjóðum – það geti notað hana til að krefjast breytinga. --- --- --- Mun þessi umræða berast hingað? Við höfum séð ákveðinn hóp manna hagnast mikið á fésýslu, sækja sér ofurlaun og alls kyns bónusa og kaupauka. Það er talað um að 3000 Íslendingar eigi meira en 100 milljónir hver – þetta er eitt prósent þjóðarinnar. Hér um árið var reyndar talað um "límið" sem myndi gefa sig í samfélaginu vegna ofurlaunanna. Menn notuðu þetta orð "lím" af því þeir kunnu ekki við að taka sér í munn orðið sem þeir raunverulega meintu – jöfnuð. --- --- --- Sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn byggja á atburðum. Það var Persaflóastríðið 1991 sem festi CNN í vitund heimsbyggðarinnar. Aftur varð mikill uppgangur í fréttastöðvum eftir 11. september 2001 – það var þá að Al Jazzera var á allra vörum. Hið sama var uppi á teningnum í Persaflóastríðinu síðara 2003. Á milli lulla þessar stöðvar sinn vanagang – eru ekki síst notaðar af fólki sem dvelur á hótelherbergjum. Maður ber svosem ekki Nýju fréttastöðina saman við þessa risa. En líklega vantar hana einhverja stóratburði til að stimpla sig almennilega inn. Eitthvað sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu dögum saman. Í staðinn er einhver mesta gúrkutíð sem maður man eftir á þessum árstíma – örugglega sú mesta síðan ég byrjaði með Silfur Egils vorið 1999. Það er bókstaflega ekkert að gerast. Engir atburðir, engin stór deilumál í gangi, algjör doði í stjórnmálunum. Kannski vantar svona eins og eitt eldgos? --- --- --- Við Kári erum enn að velta fyrir okkur stytttunum í bænum. Kári spurði af hverju Jón Sigurðsson hefði verið settur í styttu? – "Hann var svo góður, " svaraði ég. – "En af hverju var Skúli fógeti settur í styttu?" spurði Kári. – "Hann var líka góður." – "Var hann þá ekkert óþekkur?" – "Nei." – "Af hverju setjið þið mig ekki líka í styttu," spurði þá barnið. --- --- ---- Bendi svo á að ég er loks kominn með mína eigin vefslóð, eitthvað sem allir eiga að geta munað. Hún er einfaldlega https://www.visir.is/silfuregils.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun