Innlent

Íbúðalánasjóði heimilt að taka upp uppgreiðslugjald og bjóða lægri vexti

MYND/Vísir

Íbúðalánasjóði er heimilt að taka uppgreiðslugjald og bjóða lægri vexti en hann hefur getað gert fram að þessu. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur fallist á tillögu þessa efnis eftir úrskurð Samkeppnisstofnunar í byrjun október.

Samkeppnisstofnun úrskurðaði þá að lánastofnum væri áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp. Af þessu leiðir að Íbúðalánasjóður getur boðið upp á tvo lánaflokka. Þann sem íbúðalánsjóður býður núna og annan lánaflokk sem er meira í samræmi við það sem gerist og gengur hjá í bönkunum. Ef lántaki kýs að afsala sér rétti til að greiða veðbréf upp fyrir lok lánstíma verður Íbúðalánasjóði heimilt að bjóða lægra álag. Breytingarnar taka gildi á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×