Innlent

Nær til 65% heimila á Írlandi

MYND/Vísir

Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Miðað við núverandi áætlanir hljóðar samningurinn upp á fjóra milljarða íslenskra króna. Magnet Networks er dótturfélag CVC á Íslandi, félags í eigu athafnamannsins Kenneth Peterson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×