Sveitarstjórnarmenn axla ekki hagstjórnarábyrgð 10. nóvember 2005 19:55 Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Ráðamenn sveitarfélaganna eru komnir saman í Reykjavík til tveggja daga fjármálaráðstefnu þar sem þeir gleðjast yfir góðæri sem fært hefur þeim hærri skattekjur og betri afkomu en oftast áður. Það var hins vegar Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, sem sló á kætina þegar hann las yfir þeim harða ádrepu. Hann sagði sveitarstjórnarmenn eiga erfiðara en ríkið með að standa gegn kröfum um aukna opinbera þjónustu og launahækkanir. Þeir hefðu ítrekað gengið lengra í kjarasamningum en gerst hefði á almennum markaði og ráðist í umtalsverða fjárfestingu þegar þensluástand ríkti í þjóðfélaginu. Hann sagði að fjárfestingar sveitafélaganna hefðu augljóslega verið með þeim hætti að undanförnu að þær hefðu magnað hagsveiflur og aukið verulega þenslu og þar með vanda hagstjórnar. Ingimundur sagði að færa mætti rök fyrir því að beinlínis væri ósækilegt frá sjónarhóli hagstjórnar að auka vægi sveitarfélaganna í þjóðarbúskapnum. Ástæðan væri sú að sveitarfélögin hefðu í reynd ekki axlað hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti. Efling sveitarstjórnarstigsins er hins vegar enn efst á baugi hjá forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mánuði eftir misheppnaðar sameiningarkosningar er formanni þess, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, ljóst að sú aðferð dugar ekki. Hann sagðist telja það ekki þjóna neinum tilgangi að fara í víðtæka tillögugerð á landsvísu og efna til slíkra kosninga. Hann telur að umræða myndi magnast um það hvort hækka ætti skilyrði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 íbúum upp í 500 eða 1000. Til að höggva á þann vanda sem mikill stærðarmunur á sveitarfélögum veldur við tilfærslu verkefna varpaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að stærri sveitarfélög tækju að sér að þjónusta þau minni. Hann boðaði að málefni aldraðra flyttust yfir. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúinn að beita sér fyrir öflugri samvinnu á milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði með það að markmiði að færa „þennan mikilvæga málaflokk yfir til sveitarfélaganna." En góðæri er ekki hjá öllum. Um 30 landsbyggðarsveitarfélög eru rekin með halla. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að 1-2 milljarðar séu í afgang hjá sumum sveitarfélögum, sem beri auðvitað að fagna, en það sýni hversu rosalegt gap hafi myndast milli félaganna. Það sé mjög alvarlegt mál sem verði að taka á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Ráðamenn sveitarfélaganna eru komnir saman í Reykjavík til tveggja daga fjármálaráðstefnu þar sem þeir gleðjast yfir góðæri sem fært hefur þeim hærri skattekjur og betri afkomu en oftast áður. Það var hins vegar Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, sem sló á kætina þegar hann las yfir þeim harða ádrepu. Hann sagði sveitarstjórnarmenn eiga erfiðara en ríkið með að standa gegn kröfum um aukna opinbera þjónustu og launahækkanir. Þeir hefðu ítrekað gengið lengra í kjarasamningum en gerst hefði á almennum markaði og ráðist í umtalsverða fjárfestingu þegar þensluástand ríkti í þjóðfélaginu. Hann sagði að fjárfestingar sveitafélaganna hefðu augljóslega verið með þeim hætti að undanförnu að þær hefðu magnað hagsveiflur og aukið verulega þenslu og þar með vanda hagstjórnar. Ingimundur sagði að færa mætti rök fyrir því að beinlínis væri ósækilegt frá sjónarhóli hagstjórnar að auka vægi sveitarfélaganna í þjóðarbúskapnum. Ástæðan væri sú að sveitarfélögin hefðu í reynd ekki axlað hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti. Efling sveitarstjórnarstigsins er hins vegar enn efst á baugi hjá forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mánuði eftir misheppnaðar sameiningarkosningar er formanni þess, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, ljóst að sú aðferð dugar ekki. Hann sagðist telja það ekki þjóna neinum tilgangi að fara í víðtæka tillögugerð á landsvísu og efna til slíkra kosninga. Hann telur að umræða myndi magnast um það hvort hækka ætti skilyrði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 íbúum upp í 500 eða 1000. Til að höggva á þann vanda sem mikill stærðarmunur á sveitarfélögum veldur við tilfærslu verkefna varpaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að stærri sveitarfélög tækju að sér að þjónusta þau minni. Hann boðaði að málefni aldraðra flyttust yfir. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúinn að beita sér fyrir öflugri samvinnu á milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði með það að markmiði að færa „þennan mikilvæga málaflokk yfir til sveitarfélaganna." En góðæri er ekki hjá öllum. Um 30 landsbyggðarsveitarfélög eru rekin með halla. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að 1-2 milljarðar séu í afgang hjá sumum sveitarfélögum, sem beri auðvitað að fagna, en það sýni hversu rosalegt gap hafi myndast milli félaganna. Það sé mjög alvarlegt mál sem verði að taka á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira