San Antonio þurfti framlengingu í Chicago 8. nóvember 2005 12:30 Tim Duncan var að venju góður í liði San Antonio, skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti