Innlent

Stærri gögn, aukinn flutningshraði og lægri kostnaður

Með gagnahraðal er meðal annars hægt að auka flutningsgetu í BlackBerry samskiptatækjum frá Og Vodafone.
Með gagnahraðal er meðal annars hægt að auka flutningsgetu í BlackBerry samskiptatækjum frá Og Vodafone.

Og Vodafone hefur tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir flutning á stærri gögnum, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar.

"Gagnahraðallinn dregur úr gagnamagni með því að þjappa myndum og texta niður í eins fá bæti og mögulegt er. Slíkt er gert með því að draga úr stærð mynda og fjarlægja bil úr texta, til dæmis í HTML kóða. Einnig er notaður algóritmi sem þjappar IMAP og POP póstsamskiptum," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Og Vodafone.

Gestur segir að gagnahraðallinn komi að góðum notum fyrir Mobile Office viðskiptalausnir Og Vodafone, svo sem fyrir BlackBerry samskiptatækið og Vodafone Mobile Connect gagnaflutningskortið. Mobile Connect og BlackBerry reiða sig á GPRS (56 kb/sek) eða EDGE (270 kb/sek) þar sem sú viðbót er til staðar í GSM kerfinu. Allt höfuðborgarsvæðið verður EDGE vætt fyrir lok árs 2005.

Með EDGE og hraðli getur niðurhal á 0,5 MB skjali farið úr 1 mínútu og 45 sekúndum í 7 sekúndur við bestu aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×