Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling 24. október 2005 19:48 Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira