Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar 23. október 2005 17:57 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Tilefni spurningarinnar var andstaða Geirs H. Haarde utan-ríkis-ráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við þá niðurstöðu nefndarinnar að einn og sami aðili geti átt allt að 25 prósenta hlut í fjölmiðli. Þau hafa bæði lýst því að þetta hlutfall ætti að vera lægra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að engin sátt hefði verið rofin. Stjórnmálaflokkar yrðu að hafa svigrúm til að marka sína stefnu eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði gert. „Ég tel að niðurstöður þessarar nefndar séu mjög góðar og hef lýst því yfir áður að ég geng út frá því að áfram verði byggt á starfi þessarar nefndar. Menntamálaráðherra hefur gert það jafnframt. Þannig að ég vænti þess að það starf haldi áfram á þeim grundvelli og við varðveitum þá sátt sem þar hefur verið," sagði Halldór. Stjórnarandstöðuþingmenn kváðust skilja orð forsætisráðherra svo að byggt yrði á þeim grundvelli sem sátt hefði orðið um í nefndinni. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði til andstöðu Davíðs Oddssonar við niðurstöður fjölmiðlaskýrslunnar: „Þá snerust tveir vindhanar í rétta átt. Og þeir voru hæstvirtur utanríkisráðherra Geir H. Haarde, nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, og hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra hinnar sögulegu sáttargjörðar. Þá snerust þau 180 gráður vegna þess að ennþá stjórnar Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddsson." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði að sér þætti umrætt eignarhlutfall of hátt en allt yrði gert til þess að halda sögulegri sátt í málinu. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fjölmiðlanefndin setti ekki lög. Alþingi hefði síðasta orðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Tilefni spurningarinnar var andstaða Geirs H. Haarde utan-ríkis-ráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við þá niðurstöðu nefndarinnar að einn og sami aðili geti átt allt að 25 prósenta hlut í fjölmiðli. Þau hafa bæði lýst því að þetta hlutfall ætti að vera lægra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að engin sátt hefði verið rofin. Stjórnmálaflokkar yrðu að hafa svigrúm til að marka sína stefnu eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði gert. „Ég tel að niðurstöður þessarar nefndar séu mjög góðar og hef lýst því yfir áður að ég geng út frá því að áfram verði byggt á starfi þessarar nefndar. Menntamálaráðherra hefur gert það jafnframt. Þannig að ég vænti þess að það starf haldi áfram á þeim grundvelli og við varðveitum þá sátt sem þar hefur verið," sagði Halldór. Stjórnarandstöðuþingmenn kváðust skilja orð forsætisráðherra svo að byggt yrði á þeim grundvelli sem sátt hefði orðið um í nefndinni. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði til andstöðu Davíðs Oddssonar við niðurstöður fjölmiðlaskýrslunnar: „Þá snerust tveir vindhanar í rétta átt. Og þeir voru hæstvirtur utanríkisráðherra Geir H. Haarde, nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, og hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra hinnar sögulegu sáttargjörðar. Þá snerust þau 180 gráður vegna þess að ennþá stjórnar Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddsson." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði að sér þætti umrætt eignarhlutfall of hátt en allt yrði gert til þess að halda sögulegri sátt í málinu. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fjölmiðlanefndin setti ekki lög. Alþingi hefði síðasta orðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira