Sport

Fimm æfingaleikir í NBA í nótt

Átta æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt, þar sem liðin sem mættust í úrslitunum í fyrra, San Antonio Spurs og Detroit Pistons, töpuðu bæði leikjum sínum. Atlanta Hawks sigraði New Orleans Hornets 97-94. Al Harrington var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig, en JR Smith skoraði 26 fyrir New Orleans. Philadelphia lagði New York á útivelli 114-99. John Salmons skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en nýliðinn smávaxni Nate Robinson skoraði 16 stig fyrir New York. Allen Iverson og Chris Webber léku ekki með Philadelphia, en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða, eins og Quentin Richardson hjá New York. Miami lagði granna sína í Orlando 95-91. Keyon Dooling var stigahæstur í liði Orlando gegn sínum gömlu félögum og skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 15 stig fyrir Miami. Shaquille O´Neal lék ekki með Miami og Steve Francis var ekki í liði Orlando, en þeir eru báðir lítillega meiddir. Dallas gerði góða ferð til Detroit og sigraði 94-88. Devin Harris skoraði 20 stig fyrir Dallas, en Rasheed Wallace skoraði 12 stig fyrir Detroit. Indiana lagði San Antonio á heimavelli 94-81. Tony Parker skoraði mest fyrir San Antonio eða 11 stig, en Ron Artest skoraði 20 stig fyrir Indiana og nýliðinn Danny Granger skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst. Denver sigraði Sacramento 102-99. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver en Peja Stojakovic 18 fyrir Sacramento. LA Clippers lögðu Portland 99-85. Sam Cassell skoraði 18 stig fyrir Clippers en Darius Miles skoraði 15 fyrir Portland. LA Lakers lögðu svo Washington 111-108, þar sem Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers en Gilbert Arenas skoraði 27 fyrir Washington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×