Hjálpum þeim! 23. október 2005 17:50 Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn.