Sport

O´Leary kærður

NordicPhotos/GettyImages
Enska knattspyrnusambandið hefur kært David O´Leary, stjóra Aston Villa, fyrir óviðeigandi hegðun eftir að lið hans vann sigur á grönnum sínum í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. O´Leary hljóp eins og fætur toguðu yfir völlinn eftir að flautað var til leiksloka og á að hafa sagt eitthvað óviðeigandi við dómara leiksins í kjölfarið og benti fingrinum upp í heiðursstúkuna þar sem Doug Ellis stjórnarformaður félagsins sat og horfði á. O´Leary verður gefið færi á að svara fyrir hegðun sína á næstu dögum og eftir það ræðst hvort hann verður látinn sæta refsingu fyrir atvikið, en menn vilja umfram allt gæta þess að ekki sjóði uppúr á leikjum í deildinni og viðureignir Birmingham og Blackburn eru jafnan þær allra heitustu sem völ er á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×