Svikamylla í gervi leikjarpósts 17. október 2005 00:01 Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira