Hrærður og þakklátur 16. október 2005 00:01 Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira