Benitez ræðir við leikmenn sína 14. október 2005 00:01 Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira