Minni sveitarfélög sögðu nei 9. október 2005 00:01 Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira