Sport

Fjórir nýliðar frá Afríku á HM

NordicPhotos/GettyImages
Mikil dramatík var í Afríkuriðlum undankeppni HM í dag, en eftir leiki dagsins var ljóst að þrjú lönd úr álfunni færu á heimsmeistaramótið í fyrsta skipti í sögunni. Þetta eru Togo, Gana, Fílabeinsströndin og Angóla. Þetta verða að teljast nokkuð óvænt tíðindi, því á meðan smáþjóð á borð við Togo kemst í lokakeppnina, sitja þekktar knattspyrnuþjóðir eins og Kamerún, Nígería og Senegal eftir með sárt ennið. Togo tryggði sér sæti á HM með því að sigra Kongó 3-2 á útivelli, en það þýddi að þrátt fyrir að leggja Malí 3-0, kæmust Senegalar ekki í lokakeppnina, þar sem þeir náðu alla leið í fjórðungsúrslitin árið 2002. Lið þeirra félaga Michael Essien og Didier Drogba hjá Chelsea, Fílabeinsströndin og Gana, komust bæði áfram. Gana sigraði Grænhöfðaeyjar 4-0, en Drogba og félagar frá Fílabeinsströndinni lögðu Súdan á útivelli 3-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×