Neitar lögum um meðferð fanga 6. október 2005 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að lög sem fjalla um meðferð stríðsfanga taki gildi. Í brýnu gæti slegið með honum og Bandaríkjaþingi í kjölfar þess að þingið samþykkti lögin í gær. Í nótt voru lögin samþykkt á þingi. Um er að ræða fjárlög varnarmálaráðuneytisins en að undirlagi Johns McCains þingmanns var bætt inn í þau grein um meðferð stríðsfanga þar sem bönnuð er grimmdarleg, ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna í öldungadeildinni studdi breytinguna en Bush Bandaríkjaforseti er henni mótfallinn. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, segir breytinguna óþarfa og að hún takmarki úrræði forsetans í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann muni því líklega beyta neitunarvaldi til að hindra að lögin taki gildi. McCain segir hins vegar að taka verði af allan vafa um hvernig hermenn megi og eigi að koma fram við fanga. Þess hafi verið krafist að hermenn skili árangri og upplýsingum úr yfirheyrslum án þess að skýrt hafi verið hvaða úrræðum megi beita til þessa. Þegar allt hafi farið á versta veg hafi skuldinni verið skellt á óbreytta hermenn, en þeir eigi betra skilið. Kveikjan að breytingatillögu McCains, sem sjálfur var stríðsfangi í Víetnam, var opið bréf til hans í dagblaðinu Washington Post í síðustu viku þar sem bandarískur hermaður lýsti því hvernig hann hefði orðið vitni að morðhótunum, morðum, beinbrotum, líkamlegum pyntingum, svefnsviptingu og niðurlægjandi meðferð á stríðsföngum bæði í Afganistan og Írak. Nú er beðið næsta skrefs í málinu, viðbragða Hvíta hússins. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að lög sem fjalla um meðferð stríðsfanga taki gildi. Í brýnu gæti slegið með honum og Bandaríkjaþingi í kjölfar þess að þingið samþykkti lögin í gær. Í nótt voru lögin samþykkt á þingi. Um er að ræða fjárlög varnarmálaráðuneytisins en að undirlagi Johns McCains þingmanns var bætt inn í þau grein um meðferð stríðsfanga þar sem bönnuð er grimmdarleg, ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna í öldungadeildinni studdi breytinguna en Bush Bandaríkjaforseti er henni mótfallinn. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, segir breytinguna óþarfa og að hún takmarki úrræði forsetans í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann muni því líklega beyta neitunarvaldi til að hindra að lögin taki gildi. McCain segir hins vegar að taka verði af allan vafa um hvernig hermenn megi og eigi að koma fram við fanga. Þess hafi verið krafist að hermenn skili árangri og upplýsingum úr yfirheyrslum án þess að skýrt hafi verið hvaða úrræðum megi beita til þessa. Þegar allt hafi farið á versta veg hafi skuldinni verið skellt á óbreytta hermenn, en þeir eigi betra skilið. Kveikjan að breytingatillögu McCains, sem sjálfur var stríðsfangi í Víetnam, var opið bréf til hans í dagblaðinu Washington Post í síðustu viku þar sem bandarískur hermaður lýsti því hvernig hann hefði orðið vitni að morðhótunum, morðum, beinbrotum, líkamlegum pyntingum, svefnsviptingu og niðurlægjandi meðferð á stríðsföngum bæði í Afganistan og Írak. Nú er beðið næsta skrefs í málinu, viðbragða Hvíta hússins.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira