Óviðunandi munur á mati stofnana 4. október 2005 00:01 Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa nýlega birt efnahagsspár sínar. Seðlabankinn með útgáfu Peningamála nú í lok september. Fjármálaráðuneytið með þjóðhagsspá sem gefin er út í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Þar kveður við mismunandi tón. Fjármálaráðuneytið hefur ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr en árið 2009 samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Að sama skapi telur Seðlabankinn mun meiri framleiðsluspennu, sem er mælikvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting, heldur en fjármálaráðuneytið. Telja sérfræðingar ráðuneytisins að spennan sé ívið minni en í kringum aldamótin síðustu meðan Seðlabankinn segir að hún sé í sögulegu hámarki og hafi ekki verið meiri frá lokum níunda áratugarins, gangi spáin eftir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir um aðferðarfræðimun að ræða sem hafi verið á milli stofnananna í dálítinn tíma. Hann hafi þó aldrei komið eins skýrt fram og nú. Edda segi í raun óásættanlegt að þessir tveir hagstjórnendur, ríkið og Seðlabankinn, skuli fá svo ólíka niðurstöðu sem valdi því að menn geti talað í kross. Einhverjum gæti dottið í hug að fjármálaráðuneytið væri að reyna að fegra myndina og eins að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé óraunhæft. Edda Rós segist ekki vilja taka undir neitt slíkt. Hins vegar virki væntingar um verðbólgu hvetjandi á verðbólgu og þess vegna torveldi það hagstjórn að þessir aðilar vinni ekki saman. Ef ríkisstjórnin hafi ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist komi það til með að hafa áhrif á launakröfur sem og verðlagningu í verslunum. Þegar menn geri áætlanir fram í tímann horfi þeir gjarnan á slíkar spár. Edda Rós segir enn fremur að ef hún væri að gera kröfu um laun myndi hún krefjast að minnsta kosti hækkunar sem nemur veerðbólgunni. Henni þyki annað ólíklegt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa nýlega birt efnahagsspár sínar. Seðlabankinn með útgáfu Peningamála nú í lok september. Fjármálaráðuneytið með þjóðhagsspá sem gefin er út í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Þar kveður við mismunandi tón. Fjármálaráðuneytið hefur ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr en árið 2009 samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Að sama skapi telur Seðlabankinn mun meiri framleiðsluspennu, sem er mælikvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting, heldur en fjármálaráðuneytið. Telja sérfræðingar ráðuneytisins að spennan sé ívið minni en í kringum aldamótin síðustu meðan Seðlabankinn segir að hún sé í sögulegu hámarki og hafi ekki verið meiri frá lokum níunda áratugarins, gangi spáin eftir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir um aðferðarfræðimun að ræða sem hafi verið á milli stofnananna í dálítinn tíma. Hann hafi þó aldrei komið eins skýrt fram og nú. Edda segi í raun óásættanlegt að þessir tveir hagstjórnendur, ríkið og Seðlabankinn, skuli fá svo ólíka niðurstöðu sem valdi því að menn geti talað í kross. Einhverjum gæti dottið í hug að fjármálaráðuneytið væri að reyna að fegra myndina og eins að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé óraunhæft. Edda Rós segist ekki vilja taka undir neitt slíkt. Hins vegar virki væntingar um verðbólgu hvetjandi á verðbólgu og þess vegna torveldi það hagstjórn að þessir aðilar vinni ekki saman. Ef ríkisstjórnin hafi ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist komi það til með að hafa áhrif á launakröfur sem og verðlagningu í verslunum. Þegar menn geri áætlanir fram í tímann horfi þeir gjarnan á slíkar spár. Edda Rós segir enn fremur að ef hún væri að gera kröfu um laun myndi hún krefjast að minnsta kosti hækkunar sem nemur veerðbólgunni. Henni þyki annað ólíklegt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira