Synd að Ívar sé ekki í hópnum 4. október 2005 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Sjá meira