Brýtur Styrmir eigin reglur? 2. október 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira