Brýtur Styrmir eigin reglur? 2. október 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira