Marel á leið heim 30. september 2005 00:01 Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi." Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Sjá meira
Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi."
Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn