Björguðu manni af skútu í háska 27. september 2005 00:01 Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira