Björguðu manni af skútu í háska 27. september 2005 00:01 Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira