Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu 23. september 2005 00:01 Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Í gær féll Hæstaréttardómur í einkamáli sem kona höfðaði í kjölfar þess að þrír menn nauðguðu henni. Þessir þrír menn voru þar dæmdir til nokkur hundruð þúsund króna fjársektar hver fyrir hópnauðgun. Áður hafði Ríkissaksóknari fellt niður saksókn á hendur mönnunum. Þá var beðið um að sú afstaða yrði endurskoðuð, án árangus. Farið var fram á endurupptöku málsins, án árangurs, og leitað var til dómsmálaráðherra, án árangurs. Fallið var frá ákærunni vegna klúðurs við rannsókn málsins en lögregla tók ekki skýrslur af tveimur sakborninganna fyrr en sex til sjö dögum eftir að upplýst var hverjir ættu hlut að máli. Vegna þessa stefndi konan ríkinu, án árangurs. Sif Konráðsdóttir segir málið og atburðarrásina. minna á tveggja ára gamlan dóm Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem 15 ára búlgörsk gömul stúlka, sem var nauðgað af tveimur mönnum, kærði búlgarska ríkið vegna tregðu til að ákæra mennina. Niðurstaðan var stúlkunni í hag. Í dómnum er minnt á að samkvæmt mannréttindaákvæðum er ríkið skyldugt til að vernda borgarana og er gert að standa sig í stykkinu. Að mati Mannréttindadómstólsins lagði búlgarski saksóknarinn of mikla áheyrslu á það hvort líkamlegu afli hefði verið beitt og hvort stúlkan hefði veitt mótspyrnu, þegar ákveðið var að ákæra ekki í málinu. Sif segir að þegar hún hafi lesið þennan dóm á sínum tíma hafi það slegið sig að lýsingin á lögreglurannsókninni og ferlinu hjá hinum búlgarska saksóknara hafi alveg getað átt við á Íslandi. Áhersla búlgarska ríkisins á það hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt, og hvort þolandinn hafi veitt mótspyrnu, virðist ekki vera ólík því sem viðgengst hér á landi. Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er tiltekið að alþjóðlegur refsiréttur hafi þróast úr því að í hugtakinu nauðgun felist líkamleg mótspyrna þolandans yfir í það að samþykki þolandans skorti. Við málsmeðferð í héraðsdómi í máli íslensku konunnar kom fram að hugsunin hjá henni hefði verið sú að streitast ekki á móti. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það að halda lífi. Líklegt má telja að slík viðbrögð í jafnskelfilegum aðstæðum séu ekkert einsdæmi. Sif segir að dómur Mannréttindadómstólsins fari yfir alþjóðlega þróun á þessu sviði og tiltaki að lönd eins og Írland og Belgía hafi breytt sínum refsiákvæðum varðandi nauðgun, úr því að setja skilyrði við líkamlega mótspyrnu yfir í áhersluna á skort á samþykki. Skoða þarf hvort ekki sé rétt að gera þetta einnig hér á landi að sögn Sifjar. „Ég held að þetta sé hluti af vandamálinu af hverju við getum ekki ákært í svona málum,“ segir Sif.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira