Rotinn fótbolti 23. september 2005 00:01 Fótboltinn er að fá heldur óblíða útreið í breskum fjölmiðlum þessa dagana – íþróttin þykir gerspillt. Það er mikið fjallað um unga og ofdekraða fótboltastráka sem ganga sjálfala á ofurlaunum – frægasta dæmið er Wayne Rooney. Milljarðamæringa á borð við Roman Abramovits sem nota auðæfi sín til að kaupa bestu fótboltamenn í heimi og setja saman lið sem varla neinn getur sigrað. Litlu félögin sem hafa ekki efni á að stunda þennan leik. Áherslu á varnarknattspyrnu sem helgast af því að liðin geta ekki leyft sér að tapa leikjum. Knattspyrnumenn sem hlífa sér eins og sætabrauðsdrengir þegar þeir eru kallaðir til að leika með landsliðum sínum. Svona er hægt að halda áfram að telja. Umfjöllunin um fótbolta er gjörsamlega linnulaus, en mörgum finnst núorðið að leikurinn sé rotinn í gegn. Einn fótboltaskríbent skrifar að hann einkennist af kapítalisma sem sé genginn af göflunum. --- --- --- Eitt af því sem hefur verið mikið rætt um undanfarið er aðgöngumiðaverð á leiki. Það kostar til dæmis 90 pund, meira en 10 þúsund krónur íslenskar, fyrir foreldri að fara með barn sitt á leik hjá Chelsea. Á meðan hafa stórfyrirtæki keypt sér afnot af lúxusstúkum við leikvellina; verðbréfakaupmenn sitja þar og svolgra í sig kampavín. Er furða þótt gömlum áhangendum liðanna sé misboðið? Aðsókn hefur verið mjög léleg það sem af er keppnistímabilinu, ekki bætir úr skák að færri mörk hafa ekki verið skoruð í ensku deildinni í áratug – og að eitt liðið virðist þegar vera búið að vinna mótið. Það heyrist tautað um að fótboltinn sé blátt áfram hundleiðinlegur. "Boring, boring football" var fyrirsögnin á einni grein. --- --- --- Hið gamla enska sport, krikkett, sló rækilega í gegn aftur í haust þegar lið Englands sigraði loks í svokallaðri Ashes-keppni. Krikkettleikararnir Andrew Flintoff, Michael Vaughan og Kevin Pietersen urðu undireins þjóðhetjur, mikil mannfjöldi fagnaði þeim á Trafalgartorgi eftir sigurinn. Enska þjóðin sat límd fyrir framan sjónvarpið meðan á keppninni stóð. Í samanburði við krikketið lítur fótboltinn hreint ekki vel út – þessi leikur sem mörgum þykir óskiljanlegur virkaði allt í einu spennandi, heilbrigður og hreinlyndur. Krikketmennirnir báru sig að eins og sannar íþróttahetjur, framganga þeirra einkenndist af drenglyndi og vinarþeli; allir sáu hvernig þeir báru af mönnum eins og Wayne Rooney, Rio Ferdinand og David Beckham og hinni peningasýktu knattspyrnu. Þeim tókst meira að segja að detta í það eftir sigurinn án þess að neinn yrði fyrir barsmíðum eða sæist fara inn á hóruhús. Það þarf kannski ekki að flækja málin mikið: Aðallega er þetta spurning um það sem eitt sinn nefndist íþróttaandi, þótti mikil dyggð í eina tíð en hefur ekki mikið verið talað um síðustu árin. Kannski vegna þess að hann hentar atvinnuknattspyrnunni svo illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Fótboltinn er að fá heldur óblíða útreið í breskum fjölmiðlum þessa dagana – íþróttin þykir gerspillt. Það er mikið fjallað um unga og ofdekraða fótboltastráka sem ganga sjálfala á ofurlaunum – frægasta dæmið er Wayne Rooney. Milljarðamæringa á borð við Roman Abramovits sem nota auðæfi sín til að kaupa bestu fótboltamenn í heimi og setja saman lið sem varla neinn getur sigrað. Litlu félögin sem hafa ekki efni á að stunda þennan leik. Áherslu á varnarknattspyrnu sem helgast af því að liðin geta ekki leyft sér að tapa leikjum. Knattspyrnumenn sem hlífa sér eins og sætabrauðsdrengir þegar þeir eru kallaðir til að leika með landsliðum sínum. Svona er hægt að halda áfram að telja. Umfjöllunin um fótbolta er gjörsamlega linnulaus, en mörgum finnst núorðið að leikurinn sé rotinn í gegn. Einn fótboltaskríbent skrifar að hann einkennist af kapítalisma sem sé genginn af göflunum. --- --- --- Eitt af því sem hefur verið mikið rætt um undanfarið er aðgöngumiðaverð á leiki. Það kostar til dæmis 90 pund, meira en 10 þúsund krónur íslenskar, fyrir foreldri að fara með barn sitt á leik hjá Chelsea. Á meðan hafa stórfyrirtæki keypt sér afnot af lúxusstúkum við leikvellina; verðbréfakaupmenn sitja þar og svolgra í sig kampavín. Er furða þótt gömlum áhangendum liðanna sé misboðið? Aðsókn hefur verið mjög léleg það sem af er keppnistímabilinu, ekki bætir úr skák að færri mörk hafa ekki verið skoruð í ensku deildinni í áratug – og að eitt liðið virðist þegar vera búið að vinna mótið. Það heyrist tautað um að fótboltinn sé blátt áfram hundleiðinlegur. "Boring, boring football" var fyrirsögnin á einni grein. --- --- --- Hið gamla enska sport, krikkett, sló rækilega í gegn aftur í haust þegar lið Englands sigraði loks í svokallaðri Ashes-keppni. Krikkettleikararnir Andrew Flintoff, Michael Vaughan og Kevin Pietersen urðu undireins þjóðhetjur, mikil mannfjöldi fagnaði þeim á Trafalgartorgi eftir sigurinn. Enska þjóðin sat límd fyrir framan sjónvarpið meðan á keppninni stóð. Í samanburði við krikketið lítur fótboltinn hreint ekki vel út – þessi leikur sem mörgum þykir óskiljanlegur virkaði allt í einu spennandi, heilbrigður og hreinlyndur. Krikketmennirnir báru sig að eins og sannar íþróttahetjur, framganga þeirra einkenndist af drenglyndi og vinarþeli; allir sáu hvernig þeir báru af mönnum eins og Wayne Rooney, Rio Ferdinand og David Beckham og hinni peningasýktu knattspyrnu. Þeim tókst meira að segja að detta í það eftir sigurinn án þess að neinn yrði fyrir barsmíðum eða sæist fara inn á hóruhús. Það þarf kannski ekki að flækja málin mikið: Aðallega er þetta spurning um það sem eitt sinn nefndist íþróttaandi, þótti mikil dyggð í eina tíð en hefur ekki mikið verið talað um síðustu árin. Kannski vegna þess að hann hentar atvinnuknattspyrnunni svo illa.