Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC 22. september 2005 00:01 Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira