Sport

Lokaumferð fyrstu deildar í kvöld

Lokaumferð 1.deildar karla fer fram í kvöld. Fallbaráttan er æsispennandi, fimm lið geta fylgt KS niður í 2. deild en úrslitin á toppnum eru næstum ráðin, Breiðablik er búið að vinna deildina og að öllum líkindum fylgja Víkingar þeim upp í efstu deild en þeir eru í afar góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan KA og eiga 11 mörk á þá í markatölu. Aðalspennan er eins og áður segir í fallbaráttunni. Völsungur, Haukar, Víkingur Ólafsvík, Fjölnir og HK geta öll fallið en þó eru Völsungar og Haukar í áberandi verstu stöðunni. Völsungar eru næstneðstir með 16 stig, stigi á eftir Haukum. Völsungar mæta Víkingum í Fossvoginum og Haukamenn halda norður og mæta KA. Takist Völsungi að ná jafntefli gegn Víkingum og tapi Haukar gegn KA eru Völsungar uppi á hagstæðara markahlutfalli. Leikir kvöldsins eru eftirfarandi; Víkingur R. - Völsungur, KA-Haukar, HK-Beiðablik, Víkingur Ó - Þór og KS - Fjölnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×