Helgi Sigurðsson á leið heim 13. september 2005 00:01 "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira